Elísabet Indra Ragnarsdóttir
Elísabet Indra Ragnarsdóttir
Elísabet Indra Ragnarsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu. Um 60 umsækjendur voru um starfið sem er yfirumsjón með viðburðum og fjölskyldudagskrá á vegum Hörpu auk annarra verkefna

Elísabet Indra Ragnarsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu. Um 60 umsækjendur voru um starfið sem er yfirumsjón með viðburðum og fjölskyldudagskrá á vegum Hörpu auk annarra verkefna.

Elísabet Indra hefur reynslu úr menningarlífi, svo sem verkefna- og viðburðastjórnun hjá Kópavogsbæ, Listaháskóla Íslands, Listahátíð í Reykjavík og fleirum. Þá starfaði hún um árabil við dagskrárgerð hjá Rás 1.

Að mennt er Elísabet Indra MA í tónlistarfræðum frá Goldsmiths College í London, BA í íslensku frá HÍ og með fiðlukennarapróf.