Carbfix Fyrirtækið Carbfix er hætt við áform sín í Hafnarfirði.
Carbfix Fyrirtækið Carbfix er hætt við áform sín í Hafnarfirði.
Car­bfix, dótt­ur­fé­lag OR, hef­ur hætt við áform sín um upp­bygg­ingu niður­dæl­ing­ar­stöðvar fyr­ir kol­díoxíð í Straums­vík und­ir heit­inu Coda Term­inal. Sigla átti með kol­díoxíð í fljót­andi formi til lands­ins og dæla því ofan í jörðina í Straums­vík

Car­bfix, dótt­ur­fé­lag OR, hef­ur hætt við áform sín um upp­bygg­ingu niður­dæl­ing­ar­stöðvar fyr­ir kol­díoxíð í Straums­vík und­ir heit­inu Coda Term­inal. Sigla átti með kol­díoxíð í fljót­andi formi til lands­ins og dæla því ofan í jörðina í Straums­vík.

Í til­kynn­ingu á vef fyr­ir­tæk­is­ins seg­ir að ekki hafi náðst sam­hljóm­ur milli full­trúa Hafn­ar­fjarðarbæj­ar og Car­bfix um fram­gang upp­bygg­ing­ar­inn­ar. Mun fyr­ir­tækið í staðinn ein­beita sér að öðrum verk­efn­um sem tengj­ast bind­ingu gróður­húsaloft­teg­unda frá inn­lend­um stóriðju­fyr­ir­tækj­um, en fyr­ir­tækið er með samn­inga við bæði Elkem á Grund­ar­tanga og Rio Tinto í Straums­vík. Þá á að þróa áfram mögu­leg verk­efni í Þor­láks­höfn og á Bakka við Húsa­vík.

„Við tök­um með okk­ur lær­dóm frá þessu verk­efni og höld­um ótrauð áfram. Mark­mið Car­bfix er áfram að út­víkka starf­semi sína og vera hluti af lausn­inni,“ er haft eft­ir Eddu Sif Pind for­stjóra fé­lags­ins.