— Morgunblaðið/Eyþór
Verðlaun fyrir ljósmynd ársins 2024 verða veitt í Ljósmyndasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu 15 í dag klukkan 15. Þá verður sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands og Blaðamannafélags Íslands opnuð um leið

Verðlaun fyrir ljósmynd ársins 2024 verða veitt í Ljósmyndasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu 15 í dag klukkan 15. Þá verður sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands og Blaðamannafélags Íslands opnuð um leið. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, opnar sýninguna og veitir verðlaun. Léttar veitingar verða í boði. Á morgun, sunnudag, verður svo sýningarspjall með Kjartani Þorbjörnssyni, Golla, formanni Blaðaljósmyndarafélags Íslands. Á myndinni má sjá Golla og Ragnhildi Aðalsteinsdóttur, sem situr í stjórn Blaðaljósmyndarafélagsins, stilla upp ljósmyndum á sýningunni. Sýningin verður opin til 27. apríl.