Endurkoma Sparkspéverðlaunamyndaflokkurinn Ted Lasso snýr aftur á Apple TV+ eftir allt saman en sem kunnugt er grétu aðdáendur hans og gnístu tönnum eftir að tilkynnt var að þriðja serían yrði sú síðasta. Jason Sudeikis verður sem fyrr í titilhlutverkinu og Hannah Waddingham, Nick Mohammed og Juno Temple verða væntanlega á sínum stað. „Við höldum áfram að lifa í heimi þar sem ætlast er til að við hugsum áður en við framkvæmum,“ segir Sudeikis í yfirlýsingu vegna málsins, „en í fjórðu seríunni mun mannskapurinn hjá AFC Richmond læra að framkvæma áður en hann hugsar og niðurstaðan er sú að menn átta sig á því að þeir lenda alltaf á réttum stað.“