Kona skilur nestisbox eftir í strætó og annar farþegi bendir henni á það. „Takk en þetta var viljandi. Nestið er fyrir manninn minn, hann vinnur á tapað fundið-skrifstofunni.“
„Skrifar þú alltaf svona hægt?“ „Nei, bara þegar ég skrifa til ömmu, hún les svo svakalega hægt.“
Skúli kemur inn á kaffihús og sér þar tvo menn að spila póker með hundi úti í horni. Hann fylgist aðeins með þeim og segir svo: „Hrikalega er þetta klár hundur sem þið eigið!“ „Klár?“ segir eigandinn, „Ég veit ekki með það. Í hvert sinn sem hann er með góð spil sveiflar hann rófunni hratt og kemur upp um sig!“
Sjúklingur: „Mig er alltaf að dreyma apa, górillur, skrímsli, uppvakninga og vampírur.“ Læknirinn; „Áhugavert, dreymir þig alltaf í stafrófsröð?“
Siggi er stöðvaður af lögreglunni: „Þessi bíll er nú nær því að vera brotajárn en ökutæki!“ Siggi: „Einmitt, þess vegna þarf ég ekki ökuskírteini til að keyra hann.“
Þjónninn spyr gestinn: „Þú ert með tómt glas, viltu annað?“ „Hvað á ég að gera við tvö tóm glös?“