Mars konur
Mars konur
Samsýningin Mars konur verður opnuð í dag, laugardaginn 22. mars, kl. 14-16 í Listasal Mosfellsbæjar. Segir í tilkynningu að þar komi Elísabet Stefánsdóttir, Þóra Sigurþórsdóttir og Fríða Gauksdóttir saman en þær skipi Mars konur

Samsýningin Mars konur verður opnuð í dag, laugardaginn 22. mars, kl. 14-16 í Listasal Mosfellsbæjar. Segir í tilkynningu að þar komi Elísabet Stefánsdóttir, Þóra Sigurþórsdóttir og Fríða Gauksdóttir saman en þær skipi Mars konur. „Sýningin dregur nafn sitt af þeim mánuði sem sýningin er opnuð í, mars. Einnig er ætlað að upphefja konuna sem slíka og sérstaklega listakonur þar sem þær fengu seint þann heiður að sýna list sína meðal samlistamanna hér áður fyrr. Titillinn er einnig vísun í titil sýningarinnar Septembersýningin sem opnuð var 1947 af brautryðjendum í íslensku listalífi. Þar sameinuðust ólíkir listamenn og ýttu undir samtal verka á grundvelli forma, uppbyggingar og lita. Það sama má segja um verk þessa þriggja kvenna sem koma úr ólíkum áttum og eru á mismunandi stað á sínum listaferli.“