Valskonur eru staddar í Slóvakíu þar sem þær mæta Mihalovce á morgun í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópubikars kvenna í handknattleik. Mihalovce er í öðru sæti sameiginlegrar deildar Slóvakíu og Tékklands og hefur unnið mjög sannfærandi…
Valskonur eru staddar í Slóvakíu þar sem þær mæta Mihalovce á morgun í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópubikars kvenna í handknattleik. Mihalovce er í öðru sæti sameiginlegrar deildar Slóvakíu og Tékklands og hefur unnið mjög sannfærandi sigra á liðum frá Sviss, Króatíu og Póllandi í Evrópubikarnum í vetur. Liðin mætast síðan í seinni leiknum á Hlíðarenda sunnudaginn 30. mars en sigurlið einvígisins leikur til úrslita í keppninni.