Norður
♠ KD9
♥ 54
♦ D43
♣ K9865
Vestur
♠ Á10
♥ ÁKG8732
♦ 2
♣ DG3
Austur
♠ 865
♥ 1096
♦ ÁG6
♣ Á1072
Suður
♠ G7432
♥ D
♦ K109875
♣ 4
Suður spilar 4♠ doblaða.
Það getur hangið á bláþræði hvort fórnir á hættunni borgi sig. Sverrir Ármannsson og Þorlákur Jónsson tóku ábatasama fórn í leik við Norðmenn á Norðurlandamóti öldunga um síðustu helgi en það munaði ekki miklu.
Við annað borðið spilaði Björn Eysteinsson 4♥ í vestur og fékk 12 slagi, 680. Við hitt borðið opnaði Sverrir á 2♠ í suður, sýndi 5-lit í ♠, a.m.k. 4-lit í láglit og 5-10 punkta. Jan Mikkelsen í vestur stökk í 4♥, Þorlákur sagði 4♠ og Øyvind Ludvigsen í austur doblaði.
Besta vörnin er að stytta sagnhafa í trompi en Mikkelsen spilaði út ♥Á og skipti í ♦2. Ludvigsen gat nú tekið á ásinn og gefið félaga sínum stungu en hann lét gosann nægja. Sverrir fékk á kóng og spilaði spaða. Vestur drap og spilaði ♣D sem Sverrir gaf í borði. Þegar austur lét lítið slapp Sverrir einn niður og AV fengu aðeins 200.