Þau leiðu mistök urðu á baksíðu Morgunblaðsins sl. laugardag að sagt var að Ásta Dóra Finnsdóttir væri eini Íslendingurinn sem hefði komist inn í Curtis Institute of Music. Hið rétta er að hún er fyrsti píanóleikarinn frá Íslandi sem kemst inn í skólann. Áður hafa eftirfarandi Íslendingar sótt nám í Curtis-tónlistarskólanum að því að best er vitað: Sigurður Markússon fagottleikari, Einar G. Sveinbjörnsson fiðluleikari, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Unnur María Ingólfsdóttir fiðluleikari, Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari, Judith Ingólfsson fiðluleikari og Úrsúla Ingólfsson sellóleikari.