Wembley Morgan Rogers og Eberechi Eze fagna marki þess síðarnefnda.
Wembley Morgan Rogers og Eberechi Eze fagna marki þess síðarnefnda. — AFP/Glyn Kirk
Englendingar áttu ekki í teljandi vandræðum með Lettland í öðrum leik liðsins í undankeppni HM karla í knattspyrnu á Wembley-leikvanginum í Lundúnum í gærkvöldi. Leiknum lauk með 3:0-sigri Englands en nýr þjálfari liðsins, Thomas Tuchel, fer vel af stað

Englendingar áttu ekki í teljandi vandræðum með Lettland í öðrum leik liðsins í undankeppni HM karla í knattspyrnu á Wembley-leikvanginum í Lundúnum í gærkvöldi. Leiknum lauk með 3:0-sigri Englands en nýr þjálfari liðsins, Thomas Tuchel, fer vel af stað. England vann Albaníu, 2:0, á sama velli síðasta föstudagskvöld. Englendingar eru í toppsæti K-riðilsins í undankeppni HM með sex stig, fullt hús stiga, en Lettland er í þriðja sæti með þrjú.

Reece James kom Englendingum yfir á 38. mínútu leiksins með glæstu marki beint úr aukaspyrnu. Fyrirliðinn Harry Kane bætti við öðru marki Englands á 68. mínútu eftir sendingu frá Declan Rice og Eberechi Eze skoraði þriðja mark Englands sjö mínútum síðar eftir sendingu frá Phil Foden.