— Morgunblaðið/Eyþór
Gangandi vegfarendur tóku upp húfur og hettur þegar snjóa tók á höfuðborgarsvæðinu í gær. Eflaust hafa einhverjir gert sér vonir um að eftir vorjafndægur gætu landsmenn kvatt snjóinn og það vesen sem honum oft fylgir

Gangandi vegfarendur tóku upp húfur og hettur þegar snjóa tók á höfuðborgarsvæðinu í gær. Eflaust hafa einhverjir gert sér vonir um að eftir vorjafndægur gætu landsmenn kvatt snjóinn og það vesen sem honum oft fylgir. Íslendingar eru þó öllu vanir þegar veðrið er annars vegar og kom úrkoman hvíta því fáum á óvart. Að lokum stytti upp eins og gerist alltaf. Í dag er spáð suðvestankalda og dálitlum skúrum eða slydduéli. Á morgun nálgast svo næsta lægð landið með austlægri átt og rigningu eða slyddu.