Kærur Dómstólar ákveða hvort SR eða Fjölnir leikur til úrslita.
Kærur Dómstólar ákveða hvort SR eða Fjölnir leikur til úrslita. — Morgunblaðið/Eyþór
Íshokkísamband Íslands hefur frestað úrslitakeppni karla í kjölfarið á kærumáli. Dómstóll ÍSÍ úrskurðaði SA sigur í leik gegn SR, 10:0, vegna ólöglegs leikmanns og fyrir vikið nær Fjölnir öðru sæti mótsins og á að leika gegn SA í úrslitaeinvíginu í stað SR

Íshokkísamband Íslands hefur frestað úrslitakeppni karla í kjölfarið á kærumáli. Dómstóll ÍSÍ úrskurðaði SA sigur í leik gegn SR, 10:0, vegna ólöglegs leikmanns og fyrir vikið nær Fjölnir öðru sæti mótsins og á að leika gegn SA í úrslitaeinvíginu í stað SR. Fyrsti leikurinn átti að fara fram næsta laugardag en hefur verið frestað til 5. apríl. SR hefur viku til að áfrýja málinu og félagið kvaðst í yfirlýsingu ætla að kæra Fjölni fyrir ólöglega leikmenn í vetur.