— Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Meðaltal markaðsleigu í nýskráðum samningum í febrúar var 263 þúsund krónur og er óbreytt frá fyrri mánuði. Kemur þetta fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Í skýrslu HMS kemur fram að á höfuðborgarsvæðinu hafi verið…

Meðaltal markaðsleigu í nýskráðum samningum í febrúar var 263 þúsund krónur og er óbreytt frá fyrri mánuði. Kemur þetta fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS).

Í skýrslu HMS kemur fram að á höfuðborgarsvæðinu hafi verið dýrast að leigja á Seltjarnarnesi, þar sem meðalleiga var um 338 þúsund krónur, en ódýrast í Reykjavíkurborg, þar sem meðalverð var 274 þúsund krónur.

Sé hins vegar litið til leiguverðs á hvern fermetra er þessu öfugt farið þar sem meðal fermetraverð var hæst í Reykjavíkurborg en lægst á Seltjarnarnesi. Skýringin liggur í því að alla jafna eru stærri íbúðir leigðar út á Seltjarnarnesi samanborið við í Reykjavík.

Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins var markaðsleiga hæst í Suðurnesjabæ, um 269 þúsund krónur, en lægst í Reykjanesbæ, um 245 þúsund krónur.
mj@mbl.is