Alþingi Elín Íris Fanndal kemur í stað Ásthildar Lóu á þingið.
Alþingi Elín Íris Fanndal kemur í stað Ásthildar Lóu á þingið. — Morgunblaðið/Karítas
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, mun ekki geta sinnt þingstörfum á næstunni. Þetta kom fram við upphaf þingfundar í gær sem hófst klukkan 15. Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis gerði grein frá fjarveru Ásthildar Lóu við upphaf fundar

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, mun ekki geta sinnt þingstörfum á næstunni. Þetta kom fram við upphaf þingfundar í gær sem hófst klukkan 15.

Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis gerði grein frá fjarveru Ásthildar Lóu við upphaf fundar. Fyrsti varamaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi, Elín Íris Fanndal, hleypur í skarðið fyrir hana.

Eins og kunnugt er sagði Ásthildur Lóa af sér sem mennta- og barnamálaráðherra eftir að greint var frá því í fjölmiðlum að hún hefði eignast barn með 16 ára unglingspilti þegar hún var 23 ára.

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, tók við ráðherrastólnum af Ásthildi Lóu í gær.