Angelika Haak, gestalistamaður Gilfélagsins í marsmánuði, opnar sýningu sína í Deiglunni á Akureyri á fimmtudag, 27. mars, klukkan 16. Haak er vídeólistamaður frá Köln í Þýskalandi og eru vídeóportrett sögð lykilþáttur í listrænu starfi hennar
Angelika Haak, gestalistamaður Gilfélagsins í marsmánuði, opnar sýningu sína í Deiglunni á Akureyri á fimmtudag, 27. mars, klukkan 16. Haak er vídeólistamaður frá Köln í Þýskalandi og eru vídeóportrett sögð lykilþáttur í listrænu starfi hennar. „Angelika Haak rannsakar sleitulaust byggingu sjálfsmyndar og afbyggingu hennar í verkum sínum. Hún einbeitir sér að fólki og hugmyndum þess, hugsanaferli og hugsjónum. Vídeóportrettin eru íhugul verk, sem eiga áhrifamátt sinn að þakka samhverfu, einföldun og endurtekningu.“ Sýningin stendur opin fram á laugardag.