Uppburður hefur merkt ýmislegt gegnum tíðina en sést nú orðið aðeins í fleirtölu (nema í samsetningum): uppburðir, og þýðir þá þor, framfærni. Um þann sem er uppburða– eða uppburðar-laus segir Íslensk orðabók vægðarlaust: sem kemur sér ekki að …

Uppburður hefur merkt ýmislegt gegnum tíðina en sést nú orðið aðeins í fleirtölu (nema í samsetningum): uppburðir, og þýðir þá þor, framfærni. Um þann sem er uppburða– eða uppburðar-laus segir Íslensk orðabók vægðarlaust: sem kemur sér ekki að því að segja eða gera það sem er þó einfalt eða vandalaust, feiminn, óframfærinn.