Farinn Evans Ganapamo er ei lengur leikmaður Njarðvíkur.
Farinn Evans Ganapamo er ei lengur leikmaður Njarðvíkur. — Morgunblaðið Skúli B. Sigurðsson
Körfuknattleiksmaðurinn Evans Ganapamo, landsliðsmaður Mið-Afríkulýðveldisins, er farinn frá Njarðvík en þetta staðfesti Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari liðsins í gær. Rúnar sagði frá þessu í hlaðvarpinu…

Körfuknattleiksmaðurinn Evans Ganapamo, landsliðsmaður Mið-Afríkulýðveldisins, er farinn frá Njarðvík en þetta staðfesti Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari liðsins í gær. Rúnar sagði frá þessu í hlaðvarpinu Endalínan. Evans gekk í raðir Njarðvíkur í desember á síðasta ári og spilaði alls tólf leiki. Hann var að meðaltali með 16 stig, fjögur fráköst og eina stoðsendingu í leik. Njarðvík mætir Stjörnunni í lokaumferð deildarkeppninnar annað kvöld.