Sólkatla Ólafsdóttir söng- og leikkona hefur gefið út sitt fyrsta sólólag „Love No More“ sem þegar hefur vakið athygli erlendis en lagið hefur þegar náð til hlustenda í Póllandi. Í viðtali á K100 sagðist Sólkatla hafa fengið óvænt…
Sólkatla Ólafsdóttir söng- og leikkona hefur gefið út sitt fyrsta sólólag „Love No More“ sem þegar hefur vakið athygli erlendis en lagið hefur þegar náð til hlustenda í Póllandi. Í viðtali á K100 sagðist Sólkatla hafa fengið óvænt skilaboð frá pólskum útvarpsmanni sem hafði verið að spila lagið í útvarpi. „Ég fékk skilaboð í vikunni sem ég hélt að væri scam. Þetta er of gott til að vera satt. Skilaboð sem var búið að þýða yfir á íslensku? Ég hugsaði: Nei, nú er verið að fara að hakka mig,“ sagði hún hlæjandi.
Viðtalið er í heild sinni á K100.is.