Þetta helst Þættirnir eru framleiddir af Rúv.
Þetta helst Þættirnir eru framleiddir af Rúv.
Andlát Sofiu Kolesnikovu var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Þetta helst á Rás 1 í síðustu og næstsíðustu viku. Fréttamaðurinn Þóra Tómasdóttir setur andlát hennar, sem aldrei verður skýrt að fullu fyrir íslenskum dómstólum, í öðruvísi samhengi en áður hefur komið fram í fréttum

Sonja Sif Þórólfsdóttir

Andlát Sofiu Kolesnikovu var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Þetta helst á Rás 1 í síðustu og næstsíðustu viku. Fréttamaðurinn Þóra Tómasdóttir setur andlát hennar, sem aldrei verður skýrt að fullu fyrir íslenskum dómstólum, í öðruvísi samhengi en áður hefur komið fram í fréttum. Í stað þess að fjalla bara hreint og beint um gögn málsins setur hún þau í samhengi með því að ræða við fjölskyldu Sofiu sem gefur áhugaverða innsýn í líf hennar, bæði æsku og uppvöxt, en líka árið áður en hún féll frá.

Sofia fannst látin í húsi á Selfossi fyrir tveimur árum. Þáverandi kærasti hennar var handtekinn og sat í gæsluvarðhaldi í um fjóra mánuði áður en honum var sleppt. Áður en ákæra var gefin út í málinu, eða ákvörðun var tekin um að láta málið niður falla, lést hann í Taílandi. Því mun aldrei verða skýrt að fullu hvernig andlát Sofiu bar að. Upphaflega áttu þættirnir bara að vera þrír en undir lok síðustu viku bættist fjórði þátturinn við. Þar ræðir Þóra við fyrrverandi kærustu mannsins sem var grunaður um að eiga þátt í andláti Sofiu. Það viðtal setur punktinn algjörlega yfir i-ið í annars nöturlegri umfjöllun.

Höf.: Sonja Sif Þórólfsdóttir