Það viðrar ekki sérlega vel á stjórnarheimilinu. Eftir aðeins þriggja mánaða setu hefur einn ráðherra sagt af sér. Vinstristjórnir hafa tilhneigingu til að missa tökin á efnahagsmálunum. Þannig var um vinstristjórn á níunda áratug síðustu aldar. Er sú stjórn fór frá stefndi verðbólgan yfir hundrað prósent. Ýmislegt hefur gengið á hjá Flokki fólksins. ESB-umræðan hefur skotið upp kollinum. ESB-aðild er mikið áhugamál utanríkisráðherra. Sífellt tal hennar um nauðsyn ESB-aðildar minnir á jarm í rollu.
Sá tími kemur að þessi ríkisstjórn mun fara frá. Eftir að næst verður kosið munu hæfari stjórnvöld taka við.
Sigurður Guðjón Haraldsson