Ekki náðist samkomulag um vopnahlé í Úkraínustríðinu í viðræðum Bandaríkjamanna og Rússa í fyrradag. Þá var ákveðið að gefa ekki út sameiginlega yfirlýsingu fundarins eftir að Bandaríkjastjórn hafði samráð við Úkraínumenn um efni hennar

Ekki náðist samkomulag um vopnahlé í Úkraínustríðinu í viðræðum Bandaríkjamanna og Rússa í fyrradag. Þá var ákveðið að gefa ekki út sameiginlega yfirlýsingu fundarins eftir að Bandaríkjastjórn hafði samráð við Úkraínumenn um efni hennar.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, krafðist þess í gær að Bandaríkjamenn myndu „fyrirskipa“ Úkraínu að samþykkja nýtt samkomulag um kornflutninga á Svartahafi, en ekki var ljóst í gær hvaða afstöðu Úkraínumenn höfðu til þeirrar kröfu.