Þórshöfn Frystigeymsla Ísfélagsins rís á nýrri landfyllingu við höfnina, eitt stærsta mannvirkið í bænum. Verkinu miðar vel.
Þórshöfn Frystigeymsla Ísfélagsins rís á nýrri landfyllingu við höfnina, eitt stærsta mannvirkið í bænum. Verkinu miðar vel.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Miklar framkvæmdir eru núna í gangi á Þórshöfn. Ísfélag Vestmannaeyja reisir stærðarinnar frystigeymslu við hafnarsvæðið og miðar verkinu vel. Þá eru nokkrar íbúðir í byggingu en húsnæðisskortur hefur í gegnum tíðina verið vandi í Langanesbyggð

Líney Sigurðardóttir

Þórshöfn

Miklar framkvæmdir eru núna í gangi á Þórshöfn. Ísfélag Vestmannaeyja reisir stærðarinnar frystigeymslu við hafnarsvæðið og miðar verkinu vel. Þá eru nokkrar íbúðir í byggingu en húsnæðisskortur hefur í gegnum tíðina verið vandi í Langanesbyggð.

Betri tíð er nú í sjónmáli. Nýlega var tekin fyrsta skóflustungan að fjögurra íbúða raðhúsi við Miðholt en þar byggir leigufélagið Brák í samvinnu við Langanesbyggð. Verktaki við bygginguna er heimamaður, smiðurinn Dawid Potrykus. Brák hses. er óhagnaðardrifið leigufélag hverra íbúðir eru ætlaðar tekjulágu fólki en félagið á yfir 200 íbúðir um land allt.

Þörf fyrir fleiri hendur

Viðhald, umsjón og útleiga á íbúðunum verður alfarið á höndum leigufélagsins. Sveitarfélagið Langanesbyggð er einn af stofnendum leigufélagsins Brákar og er sveitarstjóri í stjórn þess.

Áætlað er að íbúðirnar fjórar verði tilbúnar til leigu í haust, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Langanesbyggðar. Vegna aukinna umsvifa í Langanesbyggð eru vinnandi hendur velkomnar, þannig að fjölgun íbúða er jákvætt skref í byggðarlaginu.

Tvö einbýlishús eru einnig nýlega komin upp á Þórshöfn en smiðurinn Dawid Potrykus byggði þau og hefur þegar selt annað þeirra, við Bakkaveg, en húsið við Langanesveg verður tilbúið í sumar. Dawid er með fleiri járn í eldinum því hann ásamt sonum sínum hyggur á byggingu parhúss við Sunnuveg með vorinu.

Fjöldi verktaka

Nýja frystigeymslu Ísfélagsins ber hátt við himin á hafnarsvæðinu. Verið er að steypa plötu, múra og fleira og hafa iðnaðarmenn og verktakar haft ærinn starfa en stór hópur kemur að verkinu, heimamenn sem aðkomnir.

Þegar mikið er unnið er þörf fyrir gott viðurværi handa þessum fjölda vinnandi manna. Þar stendur matmóðirin Karen vel undir nafni og býður staðgóða málsverði en hún rekur Enn einn skálann á Þórshöfn og veitingastaðinn Holtið Kitchen Bar í félagsheimilinu. Segir Karen að verkefni séu næg en hún minnti jafnframt á að fólk þurfi líka tækifæri til að skemmt a sér í dagsins önn. Þannig var haldið sveitaball á Holtinu um síðustu helgi.

Höf.: Líney Sigurðardóttir