Stefán Eiríksson
Stefán Eiríksson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Yfirmenn Ríkisútvarpsins hafa neitað að svara fyrir símastuldar- og afritunarmál sem komið hefur upp og tengist stofnuninni. Fyrir liggur að sími var tekinn ófrjálsri hendi, farið með hann í Efstaleiti, þar var hann afritaður og gögnunum úr símanum komið til blaðamanna annarra fjölmiðla

Yfirmenn Ríkisútvarpsins hafa neitað að svara fyrir símastuldar- og afritunarmál sem komið hefur upp og tengist stofnuninni. Fyrir liggur að sími var tekinn ófrjálsri hendi, farið með hann í Efstaleiti, þar var hann afritaður og gögnunum úr símanum komið til blaðamanna annarra fjölmiðla. Að því loknu var símanum skilað og allt reynt til að fela slóðina og upplýsa ekkert um afritunina og dreifingu gagnanna.

Fyrir liggur jafnframt að Ríkisútvarpið sinnti þessu verki ekki sem fjölmiðill, enda birti það ekki upplýsingarnar úr símanum, heldur kom þeim í hendur annarra.

Þetta fékkst loks rætt á fundi stjórnar Rúv. fyrir tæpum mánuði og af því sem bókað er í fundargerð má sjá að útvarpsstjóri telur allt hafa verið í himnalagi í aðkomu Rúv. og hans sjálfs að málinu.

Einn stjórnarmaður, Ingvar Smári Birgisson, bókaði þó að mikilvægt væri að Rúv. brygðist „umfram það sem þegar hefur verið gert við þeim alvarlegu ásökunum, sem hafðar eru uppi gagnvart stofnuninni í málinu. Um alvarlegar ásakanir er að ræða sem nauðsynlegt er að svara með skilmerkilegum hætti og ítarlegri upplýsingagjöf, með það að markmiði að staðreyndir málsins liggi fyrir og málið verði upplýst eins og kostur er.“ Getur verið að engum öðrum í stjórn Rúv. þyki málið kalla á skýringar?