Kvikmyndin O (Hringur), í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar, vann tvenn alþjóðleg kvikmyndaverðlaun um helgina, að því er segir í tilkynningu. Annars vegar var hún valin sú besta í flokki stuttra mynda á kvikmyndahátíðinni í Vilníus og hins vegar hlaut…

Kvikmyndin O (Hringur), í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar, vann tvenn alþjóðleg kvikmyndaverðlaun um helgina, að því er segir í tilkynningu. Annars vegar var hún valin sú besta í flokki stuttra mynda á kvikmyndahátíðinni í Vilníus og hins vegar hlaut hún verðlaun kvikmyndagagnrýnenda í Québec í Kanada á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Regard – Saguenay. Eru þetta sjöttu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar en hún er einnig komin í forval Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2025.