Steypt er og stoppað í glufur í þeim viðgerðum á Ölfusárbrú á Selfossi sem nú standa yfir. Verkamenn hafa komið sér fyrir á pöllum undir brúargólfinu sem til stendur að tjakka upp og skipta þar um legur sem hreyfa mannvirkið til og létta af því þunga
Steypt er og stoppað í glufur í þeim viðgerðum á Ölfusárbrú á Selfossi sem nú standa yfir. Verkamenn hafa komið sér fyrir á pöllum undir brúargólfinu sem til stendur að tjakka upp og skipta þar um legur sem hreyfa mannvirkið til og létta af því þunga. Margvíslegra endurbóta er þörf á brúnni sem er orðin 80 ára gömul. Nú gilda þau tilmæli að aðeins einn þungur vörubíll megi vera á brúnni í einu. Kunnugir segja að slíkt geti sannarlega skapað umferðarteppur og horfa því til þeirrar miklu bótar þegar ný brú yfir ána verður tekin í gagnið eftir þrjú ár. » 2