Norður ♠ KD72 ♥ 93 ♦ 9 ♣ ÁKG942 Vestur ♠ Á106 ♥ ÁD6 ♦ 1072 ♣ 8765 Austur ♠ 853 ♥ 874 ♦ KG6543 ♣ D Suður ♠ G94 ♥ KG1052 ♦ ÁD6 ♣ 103 Suður spilar 3G

Norður

♠ KD72

♥ 93

♦ 9

♣ ÁKG942

Vestur

♠ Á106

♥ ÁD6

♦ 1072

♣ 8765

Austur

♠ 853

♥ 874

♦ KG6543

♣ D

Suður

♠ G94

♥ KG1052

♦ ÁD6

♣ 103

Suður spilar 3G.

Í þættinum í gær var fjallað um spil úr úrslitaleik bandarísku Vanderbilt-sveitakeppninnar þar sem útspil frá ás gafst ekki vel gegn 3G. Í spilinu að ofan úr sama leik var slíkt útspil enn dýrara.

Við bæði borð sýndi norður lengd í laufi og spaða og suður sagði frá hjartalit áður en sögnum lauk í 3G. Við annað borðið valdi Thomas Bessis að spila út ♠10. Sagnhafi, Eldad Ginossar, fékk slaginn á gosann og hleypti ♣10 hringinn. Austur fékk á drottningu og skipti í hjarta. Vestur fékk á ♥D en sagnhafi átti nú níu slagi eftir að ♠Á var brotinn út.

Við hitt borðið spilaði Jeffrey Wolfson út ♦7, ósagða litnum. Sagnhafi, Alfredo Versage, drap kóng austurs með ás og byrjaði á spaða. Vestur tók með ás og spilaði ♦10. Versace drap með drottningu og svínaði ♣10. Austur fékk á drottninguna, tók tígulslagina og vörnin fékk tvo slagi á hjarta. Fjórir niður.