Páll Einarsson
Páll Einarsson
„Landrisið held­ur áfram og jarðskjálft­ar í sam­ræmi við það. Og það stefn­ir allt í að það verði kviku­hlaup áður en mjög langt um líður,“ seg­ir Páll Ein­ars­son, pró­fess­or em­erit­us í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands, spurður út í stöðuna á Reykja­nesi

„Landrisið held­ur áfram og jarðskjálft­ar í sam­ræmi við það. Og það stefn­ir allt í að það verði kviku­hlaup áður en mjög langt um líður,“ seg­ir Páll Ein­ars­son, pró­fess­or em­erit­us í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands, spurður út í stöðuna á Reykja­nesi.

Flest bend­ir til að átt­unda eld­gosið í gos­hrin­unni við Sund­hnúkagígaröðina, sem hófst í des­em­ber 2023, sé á næsta leiti. Síðasta gosi við gígaröðina lauk 9. des­em­ber. Kvik­an sem safn­ast hef­ur und­ir Svartsengi er orðin meiri nú en þá þótt hægst hafi á kviku­söfn­un.

„Ástandið eins og það er núna býður upp á að það geti gosið hvenær sem er, en það get­ur líka dreg­ist,“ seg­ir Páll og bætir við að ekki sé hægt að útiloka að næsta gos verði öflugra en fyrri gos.