Laugardalshöll Ármann vann alla leiki sína í 1. deildinni og lyfti bikarnum við mikla gleði leikmanna í gærkvöldi.
Laugardalshöll Ármann vann alla leiki sína í 1. deildinni og lyfti bikarnum við mikla gleði leikmanna í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Eyþór
Ármann vann KR, 78:66, í lokaumferð næstefstu deildar kvenna í körfubolta í Laugardalnum í gærkvöldi og fékk fyrstudeildarbikarinn afhentan. Ármann vann þar með alla sína 18 leiki í 1. deildinni á leiktíðinni og mun leika í úrvalsdeildinni í haust

Ármann vann KR, 78:66, í lokaumferð næstefstu deildar kvenna í körfubolta í Laugardalnum í gærkvöldi og fékk fyrstudeildarbikarinn afhentan. Ármann vann þar með alla sína 18 leiki í 1. deildinni á leiktíðinni og mun leika í úrvalsdeildinni í haust. KR-ingar voru sterkari í fyrri hálfleik og fóru þremur stigum yfir til búningsklefa, 42:39, en í seinni hálfleik sýndi Ármann af hverju liðið er taplaust og vann hann með 15 stigum. Jónína Þórdís Karlsdóttir fyrirliði tók á móti bikarnum við mikinn fögnuð í höllinni.