Jóhanna Líndal fæddist 6. desember 1942. Hún lést 6. mars 2025.
Útför Jóhönnu fór fram 17. mars 2025.
Jóhanna Líndal frænka er dáin. Ég votta öllum ættingjum okkar samúð mína. Það er huggun harmi gegn að hún náði þó níræðisaldri. Og við getum glaðst yfir að stærstu atriðin í lífi hennar virðast hafa gengið vel!
Ég hef staðið fyrir mörgum ættarsamkomum síðustu árin, og þetta frændfólk hefur verið duglegt við að mæta; þetta fólk af Holtastaða-ættinni, ásamt hinni Líndal-ættinni: Lækjamótsættinni. Vonast ég nú til að enn muni syrgjendur okkar koma áfram þar saman.
Ég vil nú kveðja Jóhönnu með eftirfarandi kafla úr einu ljóða minna; sem heitir: Framhjáferð kynslóðanna; en það hefst með þessum orðum:
Horfandi útum útsýnisgluggann heima,
að kvöldi skapandi átakadags;
minnist ég beggja foreldra minna;
(verkfræðingsins og blaða mennskufræðingsins);
og einsemdar yfir þeim og mér;
nemandanum; í velfarnaðinum forðum.
Þetta er víst lífið þegar vel lætur;
og að horfa út í óvænta kvöld þíðuna;
og skynja brottnumdu foreldrana
báða;
sem og eigin óvissa tíma …
Tryggvi V. Líndal.