— Morgunblaðið/Karítas
Útför Brynjólfs Bjarnasonar var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Brynjólfur lést 16. mars síðastliðinn, 78 ára að aldri. Brynjólfur gegndi margvíslegum stjórnunarstöðum um dagana og tengdist yfir 60 fyrirtækjum og félagasamtökum á ferlinum

Útför Brynjólfs Bjarnasonar var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Brynjólfur lést 16. mars síðastliðinn, 78 ára að aldri.

Brynjólfur gegndi margvíslegum stjórnunarstöðum um dagana og tengdist yfir 60 fyrirtækjum og félagasamtökum á ferlinum. Hann var m.a. forstöðumaður hagdeildar Vinnuveitendasambandsins, framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins, forstjóri Símans, forstjóri Granda og stjórnarformaður Arion banka. Hann var ræðismaður Síle og var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1994.

Kistuna báru Kristín Gunnarsdóttir, Magnús Gunnarsson, Ágúst Guðmundsson, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, Halldór Vilhjálmsson, Jón Helgi Guðmundsson, Finnur Björgvinsson og Benedikt Gíslason. Séra Hjálmar Jónsson jarðsöng, en minningarorð flutti Kjartan Gunnarsson.