Draumur Fjórir fræknir.
Draumur Fjórir fræknir. — Ljósmynd/Stöð 2
Stöð 2 sýnir um þessar mundir þætti með þeim félögum; Sveppa, Pétri Jóhanni, Steinda Jr. og Audda Blö, þar sem þeir flandra um heiminn og leysa alls kyns þrautir sem lagðar eru fyrir þá. Alheimsdraumurinn nefnast þættirnir og eru framhald á…

Björn Jóhann Björnsson

Stöð 2 sýnir um þessar mundir þætti með þeim félögum; Sveppa, Pétri Jóhanni, Steinda Jr. og Audda Blö, þar sem þeir flandra um heiminn og leysa alls kyns þrautir sem lagðar eru fyrir þá. Alheimsdraumurinn nefnast þættirnir og eru framhald á samskonar ævintýrum þeirra um heimsins höf og lendur síðustu árin.

Þetta er gott sjónvarp, eins og sagt er, þar sem þeir velta sér upp úr allskyns vitleysis- og vandræðagangi meðal innfæddra. Þeir fá prik fyrir að taka sig ekki alvarlega og taka um leið áskorunum um að gera hluti sem okkur meðaljónum myndi aldrei koma til hugar að reyna, nema kannski að fá borgað vel fyrir það.

Eflaust myndi unga fólkið fara létt í gegnum sumar áskoranir þeirra félaga. Þeir eru stirðbusalegri heldur en fyrir 15-20 árum eða svo, þegar drukknir voru ógeðsdrykkir og fíflast í þáttunum 70 mínútur, Strákarnir, Auddi og Sveppi og svo Draumaþáttunum. Nú þegar menn eru komnir vel á fimmtugsaldurinn, og Pétur Jóhann á sextugsaldrinum, eru mörg atriðin óborganlega fyndin þegar kjarkinn brestur er á hólminn kemur. En þetta er frábært sjónvarp, til þess er leikurinn gerður. Þarna innan um eru fyndnustu menn landsins, sem þurfa ekkert að segja eða gera til að vera fyndnir.

Höf.: Björn Jóhann Björnsson