Lokaumferðin í úrvalsdeild karla í handbolta fer fram í kvöld og þar ræðst hvort FH eða Valur verður deildarmeistari og hvort ÍR eða Grótta fellur með Fjölni niður í 1. deild. Allir sex leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.30 og FH-ingar vinna deildina ef þeir sigra ÍR í Kaplakrika

Lokaumferðin í úrvalsdeild karla í handbolta fer fram í kvöld og þar ræðst hvort FH eða Valur verður deildarmeistari og hvort ÍR eða Grótta fellur með Fjölni niður í 1. deild. Allir sex leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.30 og FH-ingar vinna deildina ef þeir sigra ÍR í Kaplakrika. Annars geta Valsmenn náð toppsætinu með því að vinna Hauka á Hlíðarenda. Grótta verður að vinna Aftureldingu til að geta haldið sér í deildinni og treysta á að FH vinni ÍR.