60 ára Jón Ingi ólst upp í Fossvoginum en hefur búið í Grafarholti síðustu áratugi. Hann hefur verið framkvæmdastjóri hjá íslenska tæknifyrirtækinu Trackwell í 20 ár en áður var hann framkvæmdastjóri hjá Landsteinum Streng og verkfræðingur hjá Landsvirkjun

60 ára Jón Ingi ólst upp í Fossvoginum en hefur búið í Grafarholti síðustu áratugi. Hann hefur verið framkvæmdastjóri hjá íslenska tæknifyrirtækinu Trackwell í 20 ár en áður var hann framkvæmdastjóri hjá Landsteinum Streng og verkfræðingur hjá Landsvirkjun. Jón Ingi lauk verkfræðiprófi í rafmagnsverkfræði árið 1989.

„Jú, ég er búinn að þvælast í þessum tölvuheimi í yfir 30 ár. Það hefur verið mjög gaman að taka þátt í öllum þessum umbreytingum sem tækniframfarir hafa leitt. Það hefur þó verið mest gefandi að vinna með skemmtilegu fólki sem hefur beitt hugviti og breytt hugmyndum í eitthvað sem skapar verðmæti. Margar þessar hugmyndir eru í notkun hjá íslenskum fyrirtækjum en sumar hafa orðið að útflutningsvörum og eru í notkun úti um allan heim. Ég er sannfærður um að íslenskt hugvit sé tækifæri framtíðarinnar og verði undirstaða hagsældar okkar í framtíðinni.“

Spurður hvort hann eigi ekki önnur áhugamál en tækni segir Jón Ingi að þau séu mörg og af öðrum toga en tölvur. „Þau hafa aðeins breyst með árunum en ég hef alltaf tekið mikinn tíma frá til að sinna áhugamálum sem tengjast hreyfingu. Skíði, golf og fjallahjól er kannski það helsta sem ég sæki í og reyni að stilla frítíma og ferðalög í kringum. Annars er þetta auðvitað alltaf spurning um rétta jafnvægið á milli fjölskyldu, áhugamála og vinnu sem skiptir máli. Fjölskyldan er stór og dýrmæt, ég þrjá syni og fimm barnabörn frá tveggja ára til 16 ára. Síðan á ég fullt af vinum, systkini og mömmu sem er 95 ára þannig að ríkidæmið er mikið.“

Fjölskylda Eiginkona Jóns Inga er Aðalheiður Björk Matthíasdóttir. Synirnir þrír eru Dagur Ingi, Kristófer og Guðni Snær. Barnabörn eru Freyr, Hildur Alma, Darri Tómas, Fjalar Óli og Rebekka Rós. Foreldrar eru Jóna Finnbogadóttir og Björn Björnsson en hann lést árið 2009.