Margnota flauelshanski frá Azure Tan sem dreifir brúnkukreminu jafnt yfir húðina. Hanskinn kostar 1.499 kr.
Margnota flauelshanski frá Azure Tan sem dreifir brúnkukreminu jafnt yfir húðina. Hanskinn kostar 1.499 kr.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Við sem búsett erum á norðurhjara veraldar glímum „því miður“ ekki við gnægð sólarljóss heldur sjáum við grámann oftar. Það eru aðeins einn til tveir stuttir mánuðir á ári sem við getum nýtt til að virðast aðeins líflegri

Edda Gunnlaugsdóttir

eddag@mbl.is

Við sem búsett erum á norðurhjara veraldar glímum „því miður“ ekki við gnægð sólarljóss heldur sjáum við grámann oftar. Það eru aðeins einn til tveir stuttir mánuðir á ári sem við getum nýtt til að virðast aðeins líflegri. Ljósabekkir eru mun minna notaðir í dag en fyrir tíu til tuttugu árum en aðrir hlutir sem gefa möguleika á einhvers konar brúnku hafa tekið við. Þetta eru brúnkukrem, sólarpúður, brúnkudropar og svo má lengi telja.

Nú þegar aðeins er farið að birta til eftir veturinn er húðin á mörgum, sem ekki hafa sótt sér geisla á suðrænum slóðum, grá, bleik og þurr. Þá getur þurft að fríska upp á sig með fljótlegum svindlaðferðum. Það er mismunandi hvað fólk kýs að gera til þess en vinsælustu aðferðirnar eru án efa krem með vott af bronslituðum í.

Hvort sem það er litað dagkrem, brúnkukrem fyrir andlit og líkama, sólarpúður eða bronsdropar í dagkremið. Það er huggandi, í þessu ástandi, að vita til þess að breitt úrval af slíkum vörum er til hér á landi. Bronsdropar í dagkrem eru góð lausn fyrir þá sem hræðast brúnkukremið en einnig eru til létt krem eða svokölluð serum sem innihalda ljómann sem við þráum.

Höf.: Edda Gunnlaugsdóttir