Stjórn íshokkídeildar Skautafélags Reykjavíkur, SR, hefur farið fram á það við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að dómur í máli, sem snýr að notkun ólöglegs leikmanns liðsins í leik gegn SA fyrr í vetur, verði ógiltur
Stjórn íshokkídeildar Skautafélags Reykjavíkur, SR, hefur farið fram á það við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að dómur í máli, sem snýr að notkun ólöglegs leikmanns liðsins í leik gegn SA fyrr í vetur, verði ógiltur. Þetta kom fram í yfirlýsingu sambandsins en vegna dómsins var úrslitaeinvígi Íslandsmótsins milli SR og SA frestað um viku. Ef dómurinn stendur tekur Fjölnir sæti SR í úrslitakeppninni en SR er ríkjandi Íslandsmeistari.