— Morgunblaðið/Kristinn
Steiney Skúladóttir fær lítinn skilning frá sínu fólki á því að hún þurfi að sofa út þar sem hún vinnur mest á kvöldin. Hún viðurkennir að hún öfundi stundum fólk með hefðbundinn vinnutíma og sakni þess að geta mætt í matarboð á kvöldin

Steiney Skúladóttir fær lítinn skilning frá sínu fólki á því að hún þurfi að sofa út þar sem hún vinnur mest á kvöldin. Hún viðurkennir að hún öfundi stundum fólk með hefðbundinn vinnutíma og sakni þess að geta mætt í matarboð á kvöldin. Steiney lofar þó miklu fjöri í kvöld á uppistandi í Sykursalnum, þar sem hún gerir m.a. grín að því hvernig það er að eiga þjóðþekkta móður, leikkonuna Halldóru Geirharðs. Með henni troða upp Bolli Már, Aron Mola, Birna Rún og Snjólaug Lúðvíksdóttir auk sérstaks gests, Ólafs Karls Finsen. Miðar á Tix.

Nánar um málið á K100.is.