Stuttmynd To See Without Man.
Stuttmynd To See Without Man.
Málstofan Listir og lýðræði: list sem mótspyrna gegn kúgun og loftslagskreppu, sú fyrsta í röð sem kallast Art & Democracy, fer fram í Norræna húsinu í dag, fimmtudaginn 27. mars, klukkan 17-19.30

Málstofan Listir og lýðræði: list sem mótspyrna gegn kúgun og loftslagskreppu, sú fyrsta í röð sem kallast Art & Democracy, fer fram í Norræna húsinu í dag, fimmtudaginn 27. mars, klukkan 17-19.30.

Segir í tilkynningu að með þessari málstofuröð sé stefnt að því að leggja áherslu á list sem sjálfstæðan og mikilvægan þátt í því að byggja upp og viðhalda lýðræðissamfélagi. Á málstofunni verði rætt um loftslagsvandann og mikilvægar spurningar tengdar því málefni. Þá munu listamenn og aðgerðasinnar úr mismunandi greinum samfélagsins taka þátt í pallborðinu og ræða um það hvernig list getur verið umbreytandi afl, hvernig list getur hvatt til og knúið fram breytingar til að takast á við loftslagskreppuna. Einnig verða þrjár stuttmyndir sýndar. Aðgangur er ókeypis.