— Morgunblaðið/Eggert
Útför Margrétar Dórótheu Sigfúsdóttur var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Hún lést 28. febrúar síðastliðinn, 77 ára að aldri. Margrét var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu árið 2012 fyrir framlag sitt til íslenskra heimilisfræða

Útför Margrétar Dórótheu Sigfúsdóttur var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Hún lést 28. febrúar síðastliðinn, 77 ára að aldri. Margrét var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu árið 2012 fyrir framlag sitt til íslenskra heimilisfræða. Einnig var hún valin kona ársins af Bandalagi kvenna í Reykjavík árið 2017 fyrir störf sín sem skólameistari Hússtjórnarskóla Reykjavíkur en því starfi gegndi hún frá 1998-2022.

Margrét hélt ýmis námskeið, var einn umsjónarmanna sjónvarpsþáttanna Allt í drasli og gaf út bók með húsráðum.

Séra Elínborg Sturludóttir jarðsöng og flutti minningarorð. Gissur Páll Gissurarson söng einsöng í útförinni, við undirleik Björns Steinars Sólbergssonar á orgel. Þá söng karlakórinn Fóstbræður undir stjórn Árna Harðarsonar.