Löggæsla Dæmi eru um að börn hafi slasast við handtöku lögreglu.
Löggæsla Dæmi eru um að börn hafi slasast við handtöku lögreglu. — Morgunblaðið/Ari Páll
Börn sem lögreglan hefur þurft að hafa afskipti af upplifa mörg hver óþarfa hörku af hálfu lögreglunnar og að beiting þvingunar eigi ekki alltaf rétt á sér, að þeirra mati. Dæmi eru um að börn hafi slasast við handtöku, meðal annars fengið brunasár og mar undan handjárnum

Sólrún Lilja Ragnarsdóttir

solrun@mbl.is

Börn sem lögreglan hefur þurft að hafa afskipti af upplifa mörg hver óþarfa hörku af hálfu lögreglunnar og að beiting þvingunar eigi ekki alltaf rétt á sér, að þeirra mati.

Dæmi eru um að börn hafi slasast við handtöku, meðal annars fengið brunasár og mar undan handjárnum.

Þá eru frelsissviptingar börnum mjög þungbærar í flestum tilfellum og valda þeim mikilli vanlíðan. Börn sem hafa verið neyðarvistuð á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði lýsa aðstæðum þar sem skelfilegum.

„Mann langar að drepa sig þarna, gjörsamlega,“ sagði eitt barnanna þegar það var beðið að lýsa því hvernig væri að vera á Flatahrauni. Annað barn lýsti því sem „helvíti“ að vera í fangaklefa.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu umboðsmanns barna, þar sem gerð er grein fyrir úttekt á barnvænni réttarvörslu og niðurstöðum könnunar um framkvæmdina, sem kynnt var í gær.

Leiðir hún í ljós að íslenskt réttarkerfi uppfyllir ekki að fullu alþjóðlegar skuldbindingar um barnvæna réttarvörslu og samræmist framkvæmd í mörgu tilliti ekki réttindum barna samkvæmt Barnasáttmála.

Ósamræmi innan kerfisins

Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að þrátt fyrir almenna viðleitni stofnana til að taka mið af réttindum barna sé talsvert ósamræmi innan kerfisins hvað varðar skilning mismunandi aðila á hlutverki, skyldum og framkvæmd, bæði innan og utan ákveðinna málefnasviða. Ljóst sé að þörf er á aukinni samræmingu innan fagstétta. Nánar á mbl.is

Höf.: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir