Konungur Matt Damon í hlutverki Ódysseifs í mynd Christophers Nolans.
Konungur Matt Damon í hlutverki Ódysseifs í mynd Christophers Nolans.
Óskarsverðlaunaleikstjórinn Christopher Nolan er væntanlegur til landsins í júní. Þá fara fram tökur á stórmynd hans The Odyssey, sem byggð er á Ódysseifskviðu, og í aðalhlutverkum verða margir af vinsælustu leikurum í Hollywood í dag

Óskarsverðlaunaleikstjórinn Christopher Nolan er væntanlegur til landsins í júní. Þá fara fram tökur á stórmynd hans The Odyssey, sem byggð er á Ódysseifskviðu, og í aðalhlutverkum verða margir af vinsælustu leikurum í Hollywood í dag. Þar á meðal eru Matt Damon, í hlutverki Ódysseifs, Tom Holland, Anne Hathaway, Zendaya, Lupita Nyong'o, Robert Pattinson og Charlize Theron.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins verða tökurnar hér afar umfangsmiklar. Mörg hundruð manns munu koma að þeim. Framleiðslufyrirtækið TrueNorth heldur utan um framleiðsluna hér á landi. Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá TrueNorth, vildi ekki tjá sig þegar eftir því var leitað í gær.

Þetta verður í þriðja skiptið sem Nolan tekur stórmynd hér á landi. Þær fyrri voru Batman Begins og Interstellar. » 4