Grænlandi ekki gleymt

Mörgum þótti áhugi Trumps forseta á Grænlandi sæta furðu. Þeir sem þekktu málið best sögðu að sá áhugi væri ekki nýr, því að Trump hefði viðrað sama mál á fyrra kjörtímabili sínu, en það kjörtímabil varð honum mun erfiðara en þetta síðara virðist vera. Nú er Trump með sterkari stöðu, eftir að vinna Hvíta húsið og báðar þingdeildir. Trump sýnir að honum sé Grænland fúlasta alvara er hann sendir nú varaforseta sinn þangað í miklum flugflota, sem flytur með bílaflota til að sýna að meiriháttar fyrirmenni séu á ferð, og undirstrikar að Grænland sé enn alvörumál í Hvíta húsinu.