Norður ♠ D973 ♥ G764 ♦ 975 ♣ K6 Vestur ♠ 105 ♥ Á52 ♦ G1052 ♣ D1074 Austur ♠ G874 ♥ D1093 ♦ 86 ♣ ÁG2 Suður ♠ ÁK2 ♥ K8 ♦ ÁKD4 ♣ 9853 Suður spilar 3G

Norður

♠ D973

♥ G764

♦ 975

♣ K6

Vestur

♠ 105

♥ Á52

♦ G1052

♣ D1074

Austur

♠ G874

♥ D1093

♦ 86

♣ ÁG2

Suður

♠ ÁK2

♥ K8

♦ ÁKD4

♣ 9853

Suður spilar 3G.

Skýrendur á vefnum bridgebase sögðu um spilið að ofan í undanúrslitaleik bandarísku Vanderbilt-sveitakeppninnar að það minnti á gleðileik Shakespeares, Allt í misgripum.

Við annað borðið var spilað 1G í suður, slétt unnið. Við hitt borðið komust Jacek Kalita og Michal Klukowski í 3G og Cedric Lorenzini í vestur byrjaði vel þegar hann spilaði út ♣4, kóngur og ás. En Thomas Bessis í austur spilaði af einhverjum ástæðum ♣2 til baka. Lorenzini drap níu sagnhafa með tíunni og skipti í ♦2. Kalita stakk upp níunni, sem hélt slag, og spilaði hjarta á kóng og ás vesturs. Lorenzini lagði nú niður ♣D, hélt að Bessis hefði átt 4-lit í upphafi, og spilaði meira laufi á áttu sagnhafa sem tók næst tígulslagina þrjá. Nú var farið að þrengja að Bessis og þegar hann valdi að henda öllum hjörtunum varð ♥8 sagnhafa níundi slagurinn.