Vestast á Kirkjusandi Samkvæmt frumhönnun er lægri hluti hússins 5 hæðir en sá hærri 10 hæðir.
Vestast á Kirkjusandi Samkvæmt frumhönnun er lægri hluti hússins 5 hæðir en sá hærri 10 hæðir. — Teikningar/THG arkitektar
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Jónas Þór Jónasson, framkvæmdastjóri 105 Miðborgar, segir félagið í viðræðum við áhugasaman aðila um rekstur hótels vestast á Kirkjusandi í Reykjavík. „Við erum í samtali við öflugan rekstraraðila um verkefnið en ég get því miður ekki sagt meira á þessu stigi,“ sagði Jónas Þór

Jónas Þór Jónasson, framkvæmdastjóri 105 Miðborgar, segir félagið í viðræðum við áhugasaman aðila um rekstur hótels vestast á Kirkjusandi í Reykjavík.

„Við erum í samtali við öflugan rekstraraðila um verkefnið en ég get því miður ekki sagt meira á þessu stigi,“ sagði Jónas Þór.

Fram kom í Morgunblaðinu 2. janúar síðastliðinn að það myndi skýrast á næstu mánuðum hvort hótelið yrði byggt. Meðal annars yrði tekið mið af ganginum í ferðaþjónustunni á þessu ári.

Með 285 herbergjum

Samkvæmt frumhönnun sem unnin var af Frey Frostasyni, arkitekt hjá THG arkitektum, verður byggingin tvískipt í 5 hæðir og 10 hæðir og með 285 herbergjum. Alls um 8.450 fermetrar ofanjarðar og um 1.500 fermetrar neðanjarðar. Félagið 105 Miðborg undirbýr jafnframt sölu íbúða á F-reit á Kirkjusandi, við hlið fyrirhugaðs hótels, en uppbygging þeirra er langt komin. baldura@mbl.is