38 Gunnlaugur Árni Sveinsson er í 38. sæti á heimslista áhugamanna.
38 Gunnlaugur Árni Sveinsson er í 38. sæti á heimslista áhugamanna. — Ljósmynd/EGA
Kylfingurinn efnilegi Gunnlaugur Árni Sveinsson fer upp um 20 sæti á nýjasta heimslista áhugamanna og upp í 38. sæti. Er það langbesti árangur Íslendings á listanum. Gunnlaugur hefur farið hratt upp listann en hann var í 99

Kylfingurinn efnilegi Gunnlaugur Árni Sveinsson fer upp um 20 sæti á nýjasta heimslista áhugamanna og upp í 38. sæti. Er það langbesti árangur Íslendings á listanum. Gunnlaugur hefur farið hratt upp listann en hann var í 99. sæti í byrjun árs, sem einnig var besti árangur sem Íslendingur hefur náð. Hann hefur náð glæsilegum árangri með LSU-háskólanum á skólaárinu og er með besta árangur allra nýliða í háskólagolfinu vestanhafs.