Flytjendurnir Magnea Tómasdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir koma fram.
Flytjendurnir Magnea Tómasdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir koma fram.
Þær Magnea Tómasdóttir söngkona og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari flytja íslensk sönglög á hádegistónleikum í dag, fimmtudaginn 27. mars, klukkan 12 í Fríkirkjunni við Tjörnina. Eru tónleikarnir, sem bera yfirskriftina „Íslenskt…

Þær Magnea Tómasdóttir söngkona og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari flytja íslensk sönglög á hádegistónleikum í dag, fimmtudaginn 27. mars, klukkan 12 í Fríkirkjunni við Tjörnina.

Eru tónleikarnir, sem bera yfirskriftina „Íslenskt konfekt“, hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum og segir í tilkynningu að þar flytji þær nokkur af uppáhalds íslensku lögunum sínum. „Þær sjá fyrir sér konfektkassa, bara með góðum molum en mismunandi bragði. Lögin á þessum tónleikum munu endurspegla það.“ Aðgangseyrir á tónleikana er 2.000 krónur en ekki er tekið við greiðslukortum. Þá taka tónleikarnir um það bil hálfa klukkustund.