FH-ingar tryggðu sér deildarmeistaratitil karla í handknattleik í fyrrakvöld með því að sigra ÍR, 33:29, í lokaumferð úrvalsdeildar. FH mætir þar með HK í átta liða úrslitum í keppninni um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst 4
FH-ingar tryggðu sér deildarmeistaratitil karla í handknattleik í fyrrakvöld með því að sigra ÍR, 33:29, í lokaumferð úrvalsdeildar. FH mætir þar með HK í átta liða úrslitum í keppninni um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst 4. apríl. Valur endaði í öðru sæti og mætir Stjörnunni, Afturelding varð í þriðja sæti og mætir ÍBV og svo mætast Fram og Haukar sem enduðu í fjórða og fimmta sæti. Grótta varð næstneðst og fer í umspil.