Húsið við Miðstræti 10 var teiknað og reist af Einari J. Pálssyni, sem hafði lært bæði húsateiknun og húsamálun í Kaupmannahöfn. Hann teiknaði gamla Iðnskólann við Lækjargötu. Hann bjó sjálfur í húsinu og var mikið lagt í alla hönnun þess. Á húsinu er útbyggt stigahús á gafli sem gefur húsinu mikinn karakter. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segir að vindskeiðar séu útskornar af Stefáni Eiríkssyni myndskera og að húsið hafi verið ennþá skrautlegra þegar það var reist 1904. Þegar það var reist var það eitt veglegasta húsið í bænum.
Íbúðin sem um ræðir er 36 fm og er plássið nýtt svo vel að baðkarið er í eldhúsinu til þess að ekkert pláss fari til spillis.
Hægt er að skoða íbúðina nánar á fasteignavef mbl.is.