Hundruð mótmælenda hafa komið saman í Gasaborg og Beit Lahia á norðurhluta Gasasvæðisins síðustu daga og mótmælt þar yfirráðum Hamas-samtakanna á svæðinu. Mótmælt var bæði á þriðjudag og miðvikudag, og voru mótmælin á miðvikudaginn leyst upp af vígamönnum samtakanna, sem báru bæði kylfur og skotvopn
Hundruð mótmælenda hafa komið saman í Gasaborg og Beit Lahia á norðurhluta Gasasvæðisins síðustu daga og mótmælt þar yfirráðum Hamas-samtakanna á svæðinu.
Mótmælt var bæði á þriðjudag og miðvikudag, og voru mótmælin á miðvikudaginn leyst upp af vígamönnum samtakanna, sem báru bæði kylfur og skotvopn. Voru þetta fjölmennustu mótmælin á svæðinu frá hryðjuverkunum 7. október 2023.
Mótmælin eiga sér stað í skugga nýrra aðgerða Ísraelshers á Gasasvæðinu eftir tveggja mánaða vopnahlé, en Ísraelar hafa sakað Hamas-samtökin um að hafa ekki staðið við vopnahléið.