Ásvellir Haukakonur fengu bikarinn í leikslok í fyrrakvöld.
Ásvellir Haukakonur fengu bikarinn í leikslok í fyrrakvöld. — Morgunblaðið/Hafsteinn Snær
Haukar tóku við deildarmeistarabikarnum í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik eftir öruggan sigur á Njarðvík, 94:68, í lokaumferðinni í fyrrakvöld. Haukar mæta Grindavík í átta liða úrslitunum sem hefjast á mánudaginn kemur, 31

Haukar tóku við deildarmeistarabikarnum í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik eftir öruggan sigur á Njarðvík, 94:68, í lokaumferðinni í fyrrakvöld. Haukar mæta Grindavík í átta liða úrslitunum sem hefjast á mánudaginn kemur, 31. mars, Njarðvík mætir Stjörnunni, Keflavík mætir Tindastóli og Þór Akureyri mætir Val. Hamar/Þór endaði í níunda sæti og fer í umspil um eitt sæti í úrvalsdeild ásamt KR, Fjölni og Selfossi.