Dimma Lena Olin fór með aðalhlutverkið í þáttunum sem fara nú víða.
Dimma Lena Olin fór með aðalhlutverkið í þáttunum sem fara nú víða.
„Þetta hefur alltaf verið draumurinn. Þetta er ein af stóru opnu sjónvarpsstöðvunum í Bretlandi og ég er virkilega ánægður með þessa niðurstöðu,“ segir Ragnar Jónasson rithöfundur. Tilkynnt var á alþjóðlegu hátíðinni Series Mania í vikunni að…

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Þetta hefur alltaf verið draumurinn. Þetta er ein af stóru opnu sjónvarpsstöðvunum í Bretlandi og ég er virkilega ánægður með þessa niðurstöðu,“ segir Ragnar Jónasson rithöfundur.

Tilkynnt var á alþjóðlegu hátíðinni Series Mania í vikunni að Channel 4 í Bretlandi hefði tryggt sér sýningarrétt á sjónvarpsþáttunum The Darkness. Þættirnir, sem Íslendingar þekkja sem Dimmu, eru byggðir á bókum Ragnars um Huldu Hermannsdóttur.

Lena Olin lék aðalhlutverkið í þáttunum og eiginmaður hennar, sænski leikstjórinn Lasse Hallström, leikstýrði. Þegar hafði verið gengið frá sölu á sýningarrétti til flestra landa í Evrópu auk Ástralíu og Kanada að því er segir í frétt Deadline um söluna.

Ragnar segir að lesendur bóka hans í Bretlandi og víðar hafi mikið spurt um það síðasta hálfa árið, frá því að sýningar á þáttunum hófust hér, hvenær þeir gætu barið þá augum. Hann segir að Bretland sé sinn helsti markaður enda sé tenging við glæpasagnamenninguna þar sterk.

„Mér fannst alltaf blasa við að Dimma þyrfti að koma fyrir augu sjónvarpsáhorfenda í Bretlandi og Bandaríkjunum fyrst þeir sem framleiddu þættina tóku þá upp á ensku. Vonandi fáum við svo fréttir af sölu til Bandaríkjanna.“

Höf.: Höskuldur Daði Magnússon